Þau ummæli sem Friðrik Ómar lét falla í úrslitaþætti Laugardagslaganna, „hæst glymur í tómri tunnu“, vöktu athygli margra sem töldu öruggt að þarna væri Friðrik Ómar að senda Merzedes Club tóninn, enda rímaði það ágætlega við þá rimmu sem keppendurnir háðu í aðdraganda úrslitakeppninnar.
Óhætt er að segja að bloggheimar hafi bókstaflega logað á sunnudaginn en í Kastljósinu í gær greindi Friðrik Ómar frá því að ummælunum hefði verið beint gegn áhangendum Merzedes Club sem létu óviðkvæmileg orð falla í garð hans í áheyrn systkina Friðriks og barna þeirra sem mætt voru í Smáralindina til að styðja frænda sinn.