Jakobínarína borin til grafar

Jakobínarína
Jakobínarína .

Hljómsveitin Jakobínarína verður borin formlega til grafar næstkomandi laugardag á Organ. Tónleikarnir bera yfirskriftina Jakobínarína / Desember 2004 - Mars 2008 og verða það öllum líkindum síðustu tónleikar hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin hóf störf í desember árið 2004 en vakti strax athygli á Músíktilraunum árið 2005 og á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sama ár.

Í kjölfarið vakti sveitin athygli erlendra fjölmiðla og plötuútgáfa og hefur leikið á skammri ævi víða um Evrópu.

Að undanförnu hefur hljómsveitin verið í Þýskalandi á sínu síðasta tónleikaferðalagi, en ætlunin er svo að kveðja vini og áhangendur sveitarinnar með lokatónleikum 8. mars.

Hljómsveitirnar Singapore Sling og Mammút munu aðstoða við að bera Jakobínarínu til grafar.

Tónleikarnir fara fram á skemmtistaðnum Organ næstkomandi laugardagskvöld klukkan 22. Aðgangseyrir er 1000 krónur og fylgir breiðskífan The First Crusade með í kaupunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka