Útilokar Björk sig frá frekara tónleikahaldi í Kína?

Björk á tónleikum í Lima í Perú
Björk á tónleikum í Lima í Perú Reuters

  Eins og fram hefur komið tileinkaði Björk Tíbetum lagið „Declare Independence“ á tónleikum sínum í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn, meðal annars með því að kalla „Tíbet, Tíbet“, og vakti það æði misjöfn viðbrögð tónleikagesta.

Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum víða um heim síðustu daga og meðal annars hefur verið greint frá því að einhverjir hafi yfirgefið tónleikana um leið og Björk minntist á Tíbet. „Mér fannst ég alveg finna fyrir óánægju,“ segir Jónas Sen sem leikur á píanó, selestu, orgel og önnur hljómborðshljóðfæri í hljómsveit Bjarkar um viðbrögð tónleikagesta. „„Declare Indipendence“ er alltaf seinna aukalagið okkar, sem sagt síðasta lagið á tónleikunum. Fyrir aukalögin var allt vitlaust og brjáluð fagnaðarlæti en þegar hún var búin að syngja „Declare Independence“ fannst mér salurinn kólna mjög mikið.“

Í sumum fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að atvikið hafi farið framhjá tónleikagestum en Jónas telur svo ekki vera, auk þess sem myndband sem finna má á Youtube gefur til kynna að tileinkunin hafi ekki farið framhjá nokkrum manni.

Aðspurður segir Jónas hugsanlegt að Björk hafi útilokað sjálfa sig frá frekara tónleikahaldi í Kína með þessu athæfi. „En ég held að það hafi hvort eð er ekkert staðið til að spila aftur í Kína þótt ég viti auðvitað ekkert um hennar plön.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir