Stefanía vann söngkeppnina

Áhorfendur á Samfés í Höllinni.
Áhorfendur á Samfés í Höllinni. Ómar Óskarsson

Stefanía Svavarsdóttir frá Félagsmiðtöðinni Bólinu í Mosfellsbæ sigraði Söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardaghöllinni í gær. Hún söng lagið Fever.

Í öðru sæti varð Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Setrinu í Hafnarfirði og í þriðja sæti varð Anton Örn Sandholt frá Félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavogi.

Þá fékk Helga María Ragnarsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Zelsíus í Árborg sérstök verðlaun fyrir besta frumsamda lagið.

Það voru 30 atriði í Söngkeppni Samfés í ár frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum um land allt. Undankeppni fer fram víðsvegar um landið og bestu atriðin þaðan komast áfram í lokakeppnina í Laugardalshöllinni.

Söngkeppnin er hluti af Samféshátíðinni sem fór fram í Höllinni á föstudag og laugardag. Hátíðina sóttu um 4.200 unglingar frá 95 félagsmiðstöðvum af öllu landinu sem skemmtu sér á frábæru balli á föstudagkvöldi og glæsilegri söngkeppni á laugardeginum, að sögn aðstandenda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar