James Blunt með tónleika 12. júní

James Blunt mun skemmta íslendingum 12. júní nk.
James Blunt mun skemmta íslendingum 12. júní nk. Reuters

Tón­list­armaður­inn James Blunt mun halda tón­leika í Laug­ar­dals­höll fimmtu­dag­inn 12. júní nk., sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Concert.

Blunt kom með lát­um fram á sjón­ar­sviðið með plöt­unni Back to Bedlam árið 2005 og seld­ust rúm 11 millj­ón ein­tök af henni. Plat­an fór í 1. sætið í 18 lönd­um og á topp 10 í 35 lönd­um til viðbót­ar. Blunt fékk fimm Grammy til­nefn­ing­ar, tvenn MTV verðlaun og tvenn Brit verðlaun fyr­ir plöt­una. Hér á Íslandi seld­ust um 6.000 ein­tök af henni.  Nýj­asta plata Blunts, All the Lost Souls, kom út í sept­em­ber á síðasta ári og náði gull­sölu á inn­an við viku.

Fyr­ir þá sem ekki vissu er vert að geta þess að áður en Blunt hóf tón­list­ar­fer­il sinn starfaði hann í breska hern­um. Fjöl­skylda hans á sér langa sögu í hern­um og um leið og hann út­skrifaðist úr Royal Military Aca­demy Sand­hurst  skráði hann sig til her­starfa. Hann tók m.a. þátt í friðargæslu­störf­um í NATO í Kosovo.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell