Dönsuðu á gröf Jim Morrison

Kate Moss.
Kate Moss. Reuters

Lögregla í París áminnti Kate Moss og kærasta hennar úr hljómsveitinni The Kills, Jamie Hince, fyrir að dansa á gröf Jim Morrison í Pére Lachaise kirkjugarðinum í París. 

Öryggisvörður leyfði Kate og Jamie að heimsækja gröf Morrison eftir að garðinum hafði verið lokað, en þau ákváðu að minnast Morrison með því að dansa á gröf hans og syngja lagið Alabama Song, sem Morrison söng árið 1967.  Lögregla kom á staðinn og skammaði Kate og Jamie fyrir að hafa of hátt, en öryggisvörðurinn sem hleypti þeim inn fékk einnig áminningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir