Hvöt frá Blönduósi fær liðsauka: Auðunn Blöndal reimar á sig skóna

Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég átti fína spretti þegar ég var yngri. Spilaði bæði með Tinda­stóli og Skalla­grími í fyrstu deild­inni. Ég er ekki al­veg skelfi­leg­ur,“ seg­ir skemmtikraft­ur­inn og sjón­varps­stjarn­an Auðunn Blön­dal.

Auðunn hef­ur gengið til liðs við knatt­spyrnulið Hvat­ar frá Blönduósi sem spil­ar í 2. deild í sum­ar. Auðunn spil­ar stöðu fram­herja eins og Eg­ill Gillzenegger Ein­ars­son sem hef­ur einnig gengið til liðs við Hvöt.

Von­ar að sér verði fyr­ir­gefið

„Ég vona að það verði ekki allt vit­laust,“ seg­ir hann. „Það hafa nokkr­ir snill­ing­ar spilað bæði fyr­ir Hvöt og Tinda­stól, flakkað þarna á milli. Ég vona að mér verði fyr­ir­gefið það.“

Auðunn hyggst æfa í Reykja­vík ásamt Agli og nokkr­um öðrum leik­mönn­um sem búa ekki á Blönduósi. „Ég er ekki að fara að flytja á Blönduós,“ seg­ir Auðunn, sem kem­ur ekki til með að spila alla leik­ina utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. „En ég stefni á að spila leik­ina á Krókn­um. Ég fer norður.“

Auðunn seg­ist hafa skorað nokk­ur mörk á sín­um yngri árum og tel­ur sig hafa verið nokkuð efni­leg­an knatt­spyrnu­mann. „Ég veit ekki hvernig ég stend í dag, en ég hef skorað mörk í öll­um deild­um nema efstu.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir