Leitin að gítarhetju Íslands

„Við erum að leita að Guitar Hero hetju Íslands. Við erum að biðja fólk um að senda inn myndir eða vídeó af skorinu hjá sér og svo ætlum við að etja þeim saman, bæði þeim bestu og jafnvel þeim flottustu,“ segir Sverrir Bergmann, annar stjórnandi tölvuleikjaþáttarins Gametíví en þátturinn er um þessar mundir að leita að færasta Guitar Hero spilara landsins.

Guitar Hero leikirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár og erum líklega margir sem geta gert tilkall til titilsins um besta Guitar Hero leikmann landsins.

Þátttökufresturinn mun renna út 17. apríl en áhugasamir geta sent inn stigametin sín bæði í gegnum tölvupóst eða hefðbundinn landpóst. Úrslitakeppnin mun svo að öllum líkindum fara fram í Smárabíói. Þar munu færustu Guitar Hero leikmennirnir láta ljós sitt skína á frábærum tölvuleikja rokktónleikum þar sem stíllinn skiptir ekki síður máli en stigin.

Eins og sannri rokkstjörnu sæmir þá hlýtur sigurvegari keppninnar vegleg verðlaun. „Það er hundrað þúsund kall í verðlaun fyrir þann sem verður gítarhetjan og svo áritaður gítar. Við erum að safna áritunum hjá helstu gítarhetjum Íslands á gítarinn.“

Áhugasamir geta fylgst með heimasíðu Gametíví til að fá nánari upplýsingar um keppnina en slóðin er gametivi.blogcentral.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup