Reyndu að selja breskum fjölmiðlum upplýsingar

Buckinghamhöll í Lundúnum.
Buckinghamhöll í Lundúnum.

Réttarhöld yfir tveimur mönnum, sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga fé út úr manni í bresku konungsfjölskyldunni, standa nú yfir í Old Bailey í Lundúnum. Fram hefur komið, að mennirnir reyndu að selja breskum fjölmiðum segulbandsupptökur og myndskeið þar sem konungborni maðurinn var borinn ýmsum sökum, þar á meðal að hafa neytt fíkniefna.

Mennirnir á sakamannabekknum heita Ian Strachan, öðru nafni Paul Adalsteinsson, og Sean McGuigan. Strachan er af íslenskum ættum en afi hans, sem hét Páll Aðalsteinsson, flutti frá Íslandi til Grimsby þegar hann var 16 ára og starfaði þar m.a. sem skipstjóri.

Fullyrt er að þeir Strachan og McGuigan hafi tekið upp símtöl við einkaþjón hins konungborna manns og einnig gert myndbandsupptökur. Þjónninn, sem í réttarhöldunum nefnist vitni D, virðist þar m.a. segja, að vinnuveitandi hans hafi veitt honum munnmök og neytt fíkniefna.

Að sögn Sky fréttastofunnar kom fram í  réttarhöldunum í dag, að Strachan hefði reynt að selja blaðinu News of the World söguna en blaðið ákvað að birta hana ekki. Strachan hafi reynt að selja fleiri fjölmiðlum upplýsingarnar, þar á meðal blöðunum The Sun, Sunday Express og Mail on Sunday en án árangurs. Þetta gerðist á fyrri hluta síðasta árs.

Saksóknarar segja, að í kjölfarið hafi Strachan og McGuigan ákveðið að reyna að kúga fé út úr konungborna manninum, sem ekki hefur enn verið nafngreindur í Bretlandi en nefnist vitni A í réttarhöldunum. Strachan hafi haft samband við vin mannsins, sem kom á fundi á Hiltonhótelinu í Park Lane í Lundúnum. Á þann fund mættu Strachan og McGuigan og hittu mann, sem nefndi sig Paul Butler. Butler reyndist vera lögreglumaður í dulargervi og voru félagarnir handteknir í kjölfarið.

Ronald Thwaites, verjandi McGuigan, sagði í réttarsalnum í dag að D væri sjúklegur lygari og gortari sem ekkert væri að marka og dreifði orðrómi og gróusögum um fólk.

News of the World, blaðamaður News Of The World kom fyrir réttinn í dag og sagði, að þegar Strachan hafði upphaflega samband við hann hafi hann viljað ræða um hegðun D. Þegar fram liðu stundir hafði blaðið meiri áhuga á A vegna þess að Strachan sagði að hann neytti fíkniefna.

Duncan Larcombe, blaðamaður The Sun, bar einnig vitni og sagði að Strachan hefði talað um upptökur, sem gerðar hefðu verið af samtölum við D. Þar sagðist D m.a. hafa verið í samkvæmi með A og þar hafi nektardansmær manað A að veita D munnmök á eldhúsgólfi.

Blaðamaðurinn sagði, að Strachan hafi gefið í skyn, að hann væri tilbúinn til að láta þessar upptökur af hendi fyrir 25 þúsund pund, jafnvirði 3,7 milljóna króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir