Skilja ekki Júróvisjón

Egill „Gillz“ Einarsson
Egill „Gillz“ Einarsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Egill „Gillz“ Einarsson, hljómborðsleikari stuðsveitarinnar Merzedes Club, sem varð í öðru sæti í undanrásum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hér á landi í vetur, segir íslensku þjóðina misskilja keppnina. Egill óskar Eurobandinu eigi að síður góðs gengis í Serbíu.

„Vonar maður ekki alltaf að Íslandi vegni vel? Ég á samt ekki von á því Eurobandið vinni keppnina, til þess er írski kalkúninn of stór biti. Írar skilja að Júróvisjón er skemmtikeppni en ekki söngvakeppni eins og hún var í gamla daga. Það eru bara gamlir bakraddasöngvarar eins og Guðrún Gunnarsdóttir sem taka þessa keppni alvarlega. Íslendingar eru því miður ekki ennþá búnir að fatta að þetta er grín. Annars hefðu þeir valið okkur. Þeir fengu tækifæri til að senda gott grínatriði og lag eftir einn mesta tónlistarsnilling þjóðarinnar til Serbíu en gerðu rækilega í brækurnar. Grátlegt.“

Egill er keppnismaður en kveðst eigi að síður aðeins hafa verið fúll í fimm mínútur. „Það þýðir ekkert að væla yfir þessu og eftir á að hyggja er ég bara feginn að við unnum ekki. Við erum líka langtum vinsælli en hljómsveitin sem vann. Það sér ekki fyrir endann á þessu ævintýri og ég ætla að vera í Merzedes Club meðan ég nýt þess. Hvernig er ekki hægt að hafa gaman af þessu, við félagarnir inni á klósetti að bera á okkur brúnkukrem.…“

Ítarlega er rætt við Egil í sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Egill „Gillz“ Einarsson
Egill „Gillz“ Einarsson mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson