Frakkar bálreiðir út af enskunni

Tónlistarmaðurinn Sebastien Tellier, sem keppir fyrir hönd Frakklands í Evróvisjón, segir þjóð sína skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til lagsins „Divine“, vegna þess að það er sungið á ensku. Pólitíkusar hafi meira að segja látið í sér heyra í tungumáladeilunni.

Tellier segir ráðherra menningarmála og hinnar frönsku tungu hafa sent sér bréf og greint frá afstöðu sinni til málsins. Tellier segir stóran hluta Frakka afar stoltan yfir frönskum hljómsveitum á borð við Air og Daft Punk þó svo þær syngi á ensku. Sömu Frakkar hafi glaðst yfir því að hann ætti að flytja Evróvisjónlag þeirra í ár. Íhaldssamari Frakkar vilji að hann syngi á frönsku.

„Það eru allir að tala um þetta í sjónvarpinu. Stundum vill einhver gömul kona taka mynd af sér með mér úti á götu, þetta er alveg nýr hlustendahópur fyrir mig,“ segir Tellier. Hann er enda þekktur fyrir allt annað en Evróvisjóntónlist, hefur verið í tilraunakenndari kantinum í poppi. Tellier segir Evróvisjón ekki listræna uppákomu. Lagið „Divine“ hafi hreinlega hljómað betur á ensku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir