Lárus Welding, forstjóri Glitnis, hyggst hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst nk. eða um 21 kílómetra. Þetta var boðað við undirskrift samstarfssamnings sem bankinn gerði við aðstandendur hlaupsins til næstu þriggja ára, en á síðasta ári hljóp forstjórinn 10 kílómetra. Glitnir hefur verið bakhjarl Reykjavíkurmaraþons frá árinu 2005 en í sumar verða 25 ár liðin síðan hlaupið fór fyrst fram á götum borgarinnar.