París hjálpar veikum börnum

Paris Hilton og Benji Madden
Paris Hilton og Benji Madden Reuters

Lítið hefur frést af uppátækjum Parísar Hilton síðustu vikur og mánuði. Nú berast loksins einhver tíðindi frá slúðurmiðlunum, en þó ekki af skandölum og látum.

París mun nefnilega á dögunum hafa gefið barnaspítala í Los Angeles rausnarlega peningagjöf. Ekki hefur fengist uppgefið hversu háa fjárhæð hún lét af hendi rakna en peningarnir munu fara í byggingu nýrrar krabbameinshjúkrunardeildar fyrir börn.

París hefur eitthvað starfað með spítalanum og í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér segir að börnin hafi snortið hana djúpt. Kveðst París stolt af því að veita fé til verkefnisins og styðja við fjáröflunina með hvaða hætti sem hún getur.

Slúðurpressan telur þetta nýjasta framtak partígellunnar og sjónvarpsstjörnunnar vera til marks um að hún ætli að standa við þau orð sín að reyna að verða betri manneskja eftir að hafa þurft að dúsa 23 daga í fangelsi fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

París er nú á föstu með Benji nokkrum Madden sem leikur með rokkbandinu Good Charlotte.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar