Heimsmeistarar í megrun barna

Hvergi á Vesturlöndum er jafnhátt hlutfall 13 og 15 ára stúlkna í megrun og hér á landi, samkvæmt nýlega birtri rannsókn Aljóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Tæpur þriðjungur 13 ára íslenskra stúlkna í rannsókninni sagðist vera í megrun, sem er hæsta hlutfall í þeim löndum sem könnunin náði til. 18% stráka á þessum aldri sagðist vera í megrun, sem er næsthæsta hlutfall stráka í þeim aldursflokki, á eftir bandarískum.

Meðal 15 ára stúlkna sögðust 35% svarenda vera í megrun, en það er einnig hæsta hlutfall meðal landa í rannsókninni. 14% fimmtán ára stráka hér á landi sagðist vera í megrun, sem er þriðja hæsta hlutfall stráka í þeim aldursflokki.

Rannsóknin náði einnig til 11 ára barna, en þar var ástandið ekki jafnslæmt hér á landi borið saman við önnur lönd. 17% stúlkna og 19% stráka á þessum aldri sögðust í megrun hér á landi, samanborið við 25% stelpna og 20% stráka í Bandaríkjunum, þar sem hæst hlutfall 11 ára barna var í megrun.

Könnunin fór þannig fram að krakkarnir voru spurður hvort þeir væru að gera eitthvað til að reyna að megra sig. Spurningarnar voru lagðar fyrir í skólum í 41 landi.

Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi rannsóknarinnar á Íslandi, bendir á að umhugsunarvert sé að hlutfall stúlkna sem eru of feitar er töluvert lægra en hlutfall stúlkna í megrun.

Könnunin leiddi í ljós að 10% ellefu ára stúlkna og 15% stráka á Íslandi sögðust of feit samkvæmt BMI-líkamsþyngdarstuðlinum. 12% þrettán ára stúlkna og 16% þrettán ára stráka sögðust of feit, en 12% fimmtán ára stúlkna og 22% fimmtán ára stráka. Borið saman við önnur lönd eru íslenskir krakkar í 8. sæti (15 ára) til 21. sæti (11 ára) í þessum efnum.

Þóroddur segir sjálfstæði íslenskra barna mögulega skýra að hluta hvers vegna þau reyni að taka stjórn yfir þyngd sinni þetta snemma í eigin hendur. „Stundum hrósum við þeim fyrir sjálfstæðið, en í þessum efnum hlýtur það að teljast neikvætt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes