Hafdís Huld Þrastardóttir verður gestasöngkona á væntanlegri plötu breska tónlistarmannsins Tricky, sem beðið hefur verið eftir talsvert lengi. Mun Hafdís Huld syngja lag, sem nefnist Cross to bear.
Tricky hefur áður unnið með íslenskum listamönnum en hann stýrði upptökum á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Post og Björk söng einnig með honum á plötu árið 1996.
Hafdís Huld söng um tíma með Gus Gus en gaf út sólóplötuna Dirty Paper Cup árið 2006, sem hlaut afar góðar viðtökur. Hún vinnur nú að nýrri plötu.
Vefsíða Hafdísar Huldar á MySpace