Bollywoodstjarnan Snoop Dogg

Snoop Dogg í hlutverki sínu í myndinni Singh is Kinng.
Snoop Dogg í hlutverki sínu í myndinni Singh is Kinng. AP

Rapparinn Snoop Dogg hefur haft í nógu að snúast í tónlistinni og þá hefur hann leikið í nokkrum Hollywood-kvikmyndum. Nú er hins vegar komið að Bollywood, en hann bæði syngur og leikur í nýrri mynd sem var frumsýnd í dag.

Snoop Dogg, sem heitir réttu nafni Cordozar Calvin Broadus, leikur eitt hlutverkanna í myndinni Singh is Kinng, en um rómantíska gamanmynd er að ræða. 

Í myndinni er hip-hop tónlist blandað saman við bhangra-tónlist. Þar leikur Bollywood-stjarnan Akshay Kumar aðalhlutverkið. Snoop Dogg syngur titillag myndarinnar, sem nú þegar nýtur mikilla vinsælda í Indlandi.

Framleiðandi myndarinnar, Vipul Shah, segir að Kumar hafi rætt við Snoop Dogg og beðið hann um að leika í myndinni, sem er fremur ódýr á Hollywood-mælikvarða. Myndin kostaði 11 milljónir dala í framleiðslu. Upptökukostnaður lagsins og gerð myndbands kostaði tæpa hálfa milljón dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir