Írski þjóðlagasöngvarinn Ronnie Drew er látinn 73 ára að aldri. Drew, sem stofnaði þjóðlagahljómsveitina The Dubliners, hafði barist við veikindi í einhvern tíma, að því er segir í frétt á vef BBC. Drew greindist með krabbamein í hálsi fyrir tveimur árum.
Fjöldi fólks hefur minnst Drew eftir að fjölskylda hans greindi frá andlátinu í síðdegis í gær. Þeirra á meðal er Bono, söngvari U2.
Drew stofnaði hljómsveitina Ronnie Drew Group árið 1962 en nafni sveitarinnar var síðar breytt í The Dubliners. Meðal þeirra sem voru í Dubliners auk Drew eru margir að frægustu tónlistarmönnum Írlands eins og Luke Kelly, Ciaran Bourke og Barney McKenna.