Hættir móðurhlutverki vegna óléttu

Birgitta Birgisdóttir og Laufey Elíasdóttir
Birgitta Birgisdóttir og Laufey Elíasdóttir

Lífið hefur verið leikhópnum Opið út hugleikið í ár. Hópurinn frumsýndi leikritið Mamma-mamma í byrjun apríl og sýndi fram að sumri. Verkið fjallar um móðurhlutverkið í átta stuttum sögum og því skemmtileg staðreynd að leikstýran Charlotte Böving gekk með tvíbura undir belti á æfingaferlinum. Nú er sýningin á leið úr sumarfrí en þá er komið babb í bátinn. Ein leikkonan, Birgitta Birgisdóttir, er komin átta mánuði á leið og getur ómögulega sinnt hlutverki sínu. Því var brugðið á það ráð að hringja í Laufeyju Elíasdóttur til þess að fylla í skarðið.

„Það eru hlutar af leikritinu sem verða til þess að sumar konur heyra hátt í eggjastokkum sínum,“ segir Birgitta. „Leikstjórinn eignaðist tvær stúlkur í ágúst en hún var í hörkuformi meðan á æfingum stóð. Svo mætti Ólöf Arnalds, sem sá um tónlistina, oft með nýfæddan son sinn á æfingar þar sem hún samdi tónlistina með son sinn á brjósti. Þetta var allt mjög fallegt og mikill skilningur gagnvart morgunógleði og öðru slíku.“

Laufey Elíasdóttir á eina dóttur og þekkir því vel til móðurhlutverksins. Hún svaraði því neyðarkallinu þegar það barst í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson