Mamma Mía! þvílíkur fjöldi

Hansa og Selma syngja Abbalög í Háskólabíó ásamt 1.000 öðrum
Hansa og Selma syngja Abbalög í Háskólabíó ásamt 1.000 öðrum mbl.is/Guðmundur Rúnar

Um 1.000 manns troðfylltu stóra salinn í Háskólabíói á föstudagskvöldið þegar bíógestum gafst tækifæri að taka þátt í myndinni Mamma Mía og syngja með hinum fjölmörgu Abba-lögum sem koma fyrir í myndinni.

Síðustu þrjár vikur hafa þrjár slíkar sýningar verið haldnar og hafa viðtökurnar verið með eindæmum góðar og miðar selst upp á skömmum tíma. Í ljósi vinsældanna var ákveðið að fá þær Selmu og Hönsu til að stýra söngnum á fjórðu sýningunni, og dugði ekkert minna en stærsti bíósalur landsins. Þá var píanóleikarinn Kjartan Valdimarsson einnig kallaður til. Eins og áður segir var troðfullt hús og komust færri að en vildu. Eru því taldar miklar líkur á því að enn einni söngsýningunni verði bætt við áður en langt um líður.

Hátt í 90 þúsund manns hafa nú séð Mamma Mia hér á landi, og situr myndin því í fjórða sæti á lista yfir mest sóttu bíómyndir allra tíma á Íslandi, á eftir Titanic, Return Of The King og Mýrinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka