Margrét Maack er ný rödd Popplandsins

Margrét Erla Maack.
Margrét Erla Maack. mbl.is/Valdís

Margrét Erla Maack er eigandi nýju raddarinnar sem þú hefur heyrt í Popplandinu á Rás 2 undanfarið. Hún fékk starfið fyrir hálfgerða slysni.

„Ég hef unnið sem skrifta hjá RÚV síðan í janúar og einn daginn var Óli Palli að velta því upp í samtali við annan mann hvaða stelpu hann gæti fengið í þáttinn. Í þann mund gekk ég framhjá og gall þá við: „Hvað með hana?“ Og hér er ég!“ segir Margrét og hlær.

Hún þurfti þó að fara í prufur þar sem aðrar stúlkur komu einnig til greina. „Þar var mér sagt að ég væri of töff og þyrfti aðeins að draga úr töffaraskapnum. Nei ég segi svona. Annars er skrítið að heyra eigin rödd í útvarpinu og núna er ég til dæmis í sérstakri talþjálfun, svo ég hljómi nú ekki eins og hæna!“ segir Margrét og viðurkennir að starfinu fylgir smá stress. „Já, sérstaklega svona fyrst um sinn, meðan ég þarf að læra á alla takkana og svona, en ef maður gerir mistök er erfitt að leiðrétta þau í beinni útsendingu, en maður lærir þeim mun meira af þeim.“

Margt til lista lagt

Margrét þykir framúrskarandi magadansari, enda hefur hún unnið sem magadansmær bæði á Íslandi og í New York, en þeir sem vilja læra af henni geta kíkt í Kramhúsið í kennslu. Þá þeytir hún skífum þess á milli og hefur helst haldið sig á Kaffi Oliver og Thorvaldsen.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup