Madonna sögð hafa ráðið Shackleton

Fiona Shackleton með Paul McCartney.
Fiona Shackleton með Paul McCartney. AP

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla sauð endanlega upp úr á milli söngkonunnar Madonnu og breska kvikmyndaleikarans Guy Ritchie í tengslum við fertugsafmæli Richie í síðasta mánuði. Er Madonna sögð hafa gengið út af heimili þeirra í kjölfar rifrildis og einungis hafa verið í klukkutíma í afmælisveislu hans.

Í kjölfarið mun Richie hafa ákveðið að botninum væri náð og að ekki kæmi til greina að draga það lengur að binda enda á hjónaband þeirra. Áður eru hjónin sögð hafa íhugað skilnað en stefnt að því að melta hlutina þar til hljómleikaferð Madonnu um Bandaríkin lýkur. 

„Dropinn sem fyllti mælinn kom áður en Madonna hóf hljómleikaferðina. Hún vildi þaulskipulagðan skilnað, sem greint yrði frá opinberlega þegar henni hentaði,” segir ónefndur heimildarmaður. „Deilurnar í kring um fertugsafmæli Guy í síðasta mánuði voru svo slæmar að það endaði með því að Madonna gekk út og þá fékk Guy nóg. Hann sagði að ætluðu þau að skilja yrði það að gerast án tafar og því mun hjónabandi þeirra ljúka innan nokkurra vikna. Madonna velti því fyrir sér til að byrja með hvort skilnaður að borði og sæng væri betri kostur en endanlegur skilnaður. Hún hefur nú komist að sömu niðurstöðu og  Guy og telur að formlegur skilnaður sé besta lausnin.” 

Madonna og Richie munu hafa undirritað kaupmála áður en þau gengu í hjónaband fyrir átta árum. Madonna er þó sögð hafa ráðið lögfræðinginn Fiona Shackleton, til að gæta hagsmuna sinna en Shackleton var bæði lögfræðingur Karls Bretaprins og Paul McCartney í skilnaðarmálum þeirra.

Guy er sagður hafa lýst því yfir að hann vilji ekki eitt einasta penní frá Madonnu. Því er talið er líklegt að skilnaður þeirra muni helst stranda á deilum um forræði yfir börnum þeirra  Rocco, sem þau eiga saman, David, sem þau ættleiddu saman, og  Lourdes, dóttur Madonnu og Carlos Leon.

Er Guy sagður vilja að börnin búi áfram öll á sama stað og að takmarkanir verði settar á það hversu mikið þau þvælist um heiminn með móður sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka