Fulltrúar fjölmiðla kepptu í torfæruakstri og hugarleikfimi í keppni sem Ingólfur Stefánsson landkönnuður og ferðamálafrömuður stóð fyrir um síðustu helgi. Lið Morgunblaðsins stóð sig með prýði í akstursleikni en tapaði naumlega í spurningakeppni um skot- og villidýraveiðar.