Dísa íhugar læknanám í Danmörku

Bryndís Jakobsdóttir.
Bryndís Jakobsdóttir.

„Ég er flutt í bili,“ segir Dísa Jakobsdóttir sem sló í gegn fyrr á árinu með fyrstu sólóplötu sinni. „Ég er að skoða háskóla hérna og vinna mér inn pening til þess að eiga fyrir jólagjöfum. Ég var að skoða læknadeildina í gær af því að ég var að spá í að fara núna í haust að læra, en mig vantar áfanga upp á. Þeir eru aðeins fleiri en ég hélt, þar sem kröfurnar eru orðnar meiri. Þannig að ég ætla bara að skrá mig næsta haust sem gefur mér meiri tíma til þess að gutla í tónlist.“

Dísa flutti til Danmerkur fyrir þremur vikum og er þegar byrjuð að bóka tónleika víðsvegar um Kaupmannahöfn. Hún segir einnig að ástandið heima hafi haft áhrif þá ákvörðun hennar að flytja út. „Mig langaði til þess að breyta til. Það var svo mikil lægð yfir landinu og mér fannst það aðeins of mikið. Svo langaði mig til þess að læra nýtt tungumál, vinna hér og skoða háskóla. Langaði bara til þess að kynnast nýju fólki. Það er auðvelt að lesa dönsku en erfiðara að tala hana. Ef ég panta eitthvað í sjoppunni á dönsku fæ ég alltaf svar á ensku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio