Álfur verður illmenni

Magnús Scheving
Magnús Scheving Ásdís Ásgeirsdóttir

Magnús Scheving er kominn til Albuquerque þar sem tökur á nýjustu kvikmynd hasarhetjunnar Jackie Chan, The Spy Next Door, hefjast á morgun. Magnús fer þar með hlutverk illmennisins. Hann segir þetta mikinn heiður en hafi meiri þýðingu fyrir Latabæ en sig persónulega.

Magnús segir að um sé að ræða fjölskyldumynd. „Jackie Chan er að stíla upp á heldur yngri hóp nú en áður. Karakterinn minn, Poldark, er Rússi sem setur bakteríu í olíuna í Bandaríkjunum til að hækka olíuverð í Rússlandi. Hann verður svo fyrir því óláni að níu ára strákur stelur öllum gögnum úr tölvunni hans og þá verður fjandinn laus. Jackie Chan leikur mann sem passar þennan strák. Meira get ég ekki upplýst í bili,“ segir Magnús og breytist í Véfréttina í Delfí.

Hann gerir ráð fyrir að fara í þrígang utan meðan á gerð myndarinnar stendur, núna og aftur í desember og janúar. Áætlað er að myndin verði frumsýnd eftir um ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka