Chinese Democracy á netinu

Chinese Democracy.
Chinese Democracy.

Nýjasta plata Guns N' Roses - Chinese Democracy - er komin á netið, n.t.t. á MySpace síðu hljómsveitarinnar. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni í 15 ár. Gripurinn kemur hins vegar ekki í verslanir fyrr en á sunnudag.

Nú geta aðdáendur Guns N' Roses hins vegar hlustað á plötuna á MySpace síðu sveitarinnar, en óhætt er að fullyrða að hljómsveitin sé eins sú stærsta sem hefur sjósett heila plötu á síðunni.

Síðasta plata hljómsveitarinnar The Spaghetti Incident? kom út árið 1993, en þá lék sveitin ábreiðulög. Þar er að finna lög eftir sveitir á borð við Stooges, T-Rex, the Dammed og Fear, sem höfðu áhrif á Guns N' Roses.

Í framhaldinu sprakk bandið í loft upp og nú er Axl Rose, söngvari og aðalsprauta hljómsveitarinnar, einn eftir af upphaflegu liðskipaninni.

Flest lögin af plötunni hafa þó heyrst áður, t.d. er lagið Shackler's Revenge notað í tölvuleiknum Rock Band 2.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach