Á leið í Karíbahafið

Alma Guðmundsdóttir.
Alma Guðmundsdóttir.

Alma Guðmundsdóttir, sem býr í Grindavík, ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar Morgunblaðið tilkynnti henni að hún hefði hlotið fyrsta, stóra vinninginn í nýstofnuðum Moggaklúbbi áskrifenda. Vinningurinn er tveggja vikna sigling með stærsta skemmtiferðaskipi heims í Karíbahafinu í vor og er fullt fæði innifalið. „Ég ætla að bjóða manninum mínum, Kára Guðmundssyni, með en hann hefur dreymt um svona ferð í 10 ár,“ segir Alma sem er nýorðin áskrifandi að Morgunblaðinu á ný eftir sumarhlé.

Alma verður 35 ára í febrúar og er því eiginlega um einskonar afmælisferð að ræða. ,,Ég hafði lagt allar áætlanir um utanlandsferð á hilluna vegna efnahagsástandsins,“ segir hún og bætir því við að hún ætli svo sannarlega að njóta lífsins á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas sem er fimm stjörnu lúxushótel. Alma og eiginmaður hennar eiga þrjú börn og gerir hún ráð fyrir því að ættingjar verði fúsir til þess að gæta þeirra meðan foreldrarnir sigla um Karíbahafið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka