8 ára sérfræðingur í ástarmálum

Oft er sagt að þegar kemur að ástinni sé aldurinn afstæður. Fólk á öllum aldri hefur gefið út bækur um ástina og málefni hjartans en margir ráku upp stór augu þegar hinn bandaríski Alec Greven gaf út bókina Hvernig á að tala við stelpur aðeins 8 ára gamall.

Bókin segir frá því hvernig á að heilla konur. Meðfylgjandi eru nokkur heilræði frá Alec.

„Þú verður að vera meðvitaður um það að stelpur vinna flest rifrildin og hafa mestu völdin. Ef þú veist það núna gætu hlutirnir orðið mun auðveldari.“

„Sparaðu hrósið svo þú lítir ekki út fyrir að vera örvæntingarfullur.“

„Ekki verða ástfanginn fyrr en í fyrsta lagi í unglingadeildinni (e. middle school).“

„Greiddu á þér hárið og ekki klæðast joggingfötum. Ekki vera of ör (minnkaðu sykurneysluna ef þú getur). Ekki hegða þér á örvæntingarfullan hátt.“

„Það er auðvelt að bera kennsl á sætar stelpur því þær eru með stóra eyrnarlokka, í fallegum kjólum og með skartgripi. Sætar stelpur eru eins og bílar sem þurfa mikla olíu. Besti valkosturinn fyrir flesta stráka eru venjulegar stelpur. Munið að sumar sætu stelpurnar eru kaldlyndar þegar kemur að strákum. Ekki láta það hafa áhrif á ykkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup