Vanþakklátt svín

Náinn ættingi Sterka gríss í braki í Sichuan.
Náinn ættingi Sterka gríss í braki í Sichuan. Reuters

Svín sem lifði af 36 daga í braki eftir eftir jarðskjálftann mikla í Sichuan í Kína með því að éta kol og drekka regnvatn hefir verið kjörið eftirlætisdýr landsins. En gæslumennirnir segja að það sé orðið feitt, latt og vanþakklátt af ofdekri, segir í China Daily.

Kaupsýslumaður á svæðinu varð svo hrifinn af seiglu dýrsins að hann keypti það og gaf því nafnið Zhu Jangqiang sem mun merkja Sterki grís. Svínið sigraði í atkvæðagreiðslu á netinu um merkilegasta dýr ársins, meðal keppenda voru hundur sem gætti gamals eiganda síns þegar hann varð veikur og fylgdi honum loks á spítalann og köttur sem næstum því dó úr sorg þegar ekið var yfir eiganda hans.

 Sterki grís þótti sýna ákaflega vel ,,anda þeirra sem aldrei gefast upp". Fjöldi fólks hefur heimsótt safnið þar sem hann býr en nú er hann orðinn  leiður á heimsóknum.

 ,,Hann verður sífellt feitari og latari," segja gæslumennirnir. ,,Við vorum vön að fara með hann í göngutúr á hverjum morgni og síðdegis en nú er hann of latur og feitur og nennir þessu ekki." Fyrst var Sterki grís mjög hrifinn af gestum en nú snýr hann upp á sig og neitar oft að hleypa þeim inn í stíuna til sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir