Sá dagur færist sífellt nær að Barak Obama taki við embætti forseta Bandaríkjanna. Það eru þó ekki bara utanríkis- og efnahagsstefna hins verðandi forseta sem fjölmiðlar velta fyrir sér þessa dagana, því tískusérfræðingar spá nú mikið í hverju Michelle Obama muni klæðast við embættistökuna 20 janúar nk.
Hafa tískuspekúlantar líkt forsetafrúnni verðandi við Jackie Kennedy og Díönu prinsessu af Wales og telja líklegt að almenningur eigi eftir að sýna fatnaði Michelle Obama ekki síðri áhuga.
Þannig fékk tískublað eitt hönnuði á borð við Zac Posen og Tracy Reed til að teikna upp fatnað sem þau myndu vilja sá forsetfrúnna klæðast við embættistökuna. Teiknaði Posen kjól í anda sjöunda áratugarins á meðan að Reed sá hana fyrir sér í fjólublárri kápu.