Íslendingur hlaut Grammy-verðlaun

Sigurbjörn Bernharðsson.
Sigurbjörn Bernharðsson. mbl.is/Kristinn

Pacifica-kvartettinn hlaut í nótt bandarísku Grammy-verðlaunin fyrir besta kammermúsíkleikurinn. Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari, er félagi í kvartettnum. Verðlaunin voru veitt fyrir plötu með verkum eftir Elliott Carter.

Félagar Sigurbjörns í Pacifica eru Brandon Vamos sellóleikari, Simin Ganatra fiðluleikari og Masumi Per Rostad víóluleikari. Sem hópur gegnir kvartettinn fjórum prófessorsstöðum við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum, í háskólabænum Urbana-Champaign. Þar búa fjórmenningarnir og kenna og eru auk þess staðartónlistarmenn háskólans.

Sinfóníuhljómsveit Íslands var einnig tilnefnd til verðlaunanna fyrir bestu frammistöðu hjómsveitar og stjórnanda fyrir disk með hljómsveitarverkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy. Það var hins vegar sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, sem hlaut verðlaunin fyrir upptöku á 4. sinfóníu Shostakovich undir stjórn Bernards Haitinks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka