Íslenskur Eiffelturn úr 280 þúsund eldspýtum

Jakob Guðmundsson við neðsta hluta gripsins. Turinn er samsettur úr …
Jakob Guðmundsson við neðsta hluta gripsins. Turinn er samsettur úr 12 einingum. mbl.is

Íslendingur gerði sér það til dundurs að smíða eftirlíkingu af hinum þekkta Eiffel turni í París - úr 280 þúsund eldspýtum. Turninn, sem nú er í geymslu á Keflavíkurflugvelli, hefur hann í huga að selja svo ekki þurfi að rífa hann aftur.

Turninn er fimm og hálfur metri á hæð.

„Þetta var nú bara hugdetta, að gera skemmtilegan skúlptúr,“sagði Jakob Guðmundsson við Fréttavef Morgunblaðsins í dag en það var vinur hans, Jón Guðjónsson, smíðaði turninn. Það tók alls fimm ár.

Tvö ár eru síðan Jón lauk við smíðina en síðan hefur turninn verið í geymslu í pörtum, þar til nýlega að þeir fengu rúmgott húsnæði til afnota þannig að þeir ákváðu að setja hann saman.Turninn er gerður úr 12 einingum sem er smellt saman og því auðvelt að flytja gripinn ef vill.

Jakob segir að smíðin hafi verið nákvæmnisvinna enda turninn í réttum hlutföllum.

Þeir félagar vonast til þess að geta selt turninn því þeir hafa ekki aðstöðu til að geyma hann til langframa. „Við viljum frekar reyna að selja turninn en þurfa að rífa hann í sundur,“ sagði Jakob.

Ef einhverjir eru áhugasamir um að forvitnast um málið er hægt að hafa samband við jakob - hann er með netfangið jakobv@heimsnet.is

Jón Guðjónsson og Jakob Guðmundsson við Eiffel turninn sem Jón …
Jón Guðjónsson og Jakob Guðmundsson við Eiffel turninn sem Jón smíðaði úr eldspýtum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir