„Æðisleg tilfinning“

Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir úr félagsmiðstöðinni Árseli í Reykjavík sigraði í …
Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir úr félagsmiðstöðinni Árseli í Reykjavík sigraði í Söngkeppni Samfés mbl.is/hag

„Þetta var rosalega gaman, og æðisleg tilfinning,“ segir Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir úr félagsmiðstöðinni Árseli í Reykjavík sem sigraði í Söngkeppni Samfés sem haldin var í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Ólöf söng lagið „Mercy“ sem velska söngkonan Duffy gerði vinsælt á síðasta ári, og dugði það henni til sigurs. Aðspurð segist hún þó ekki hafa búist við að sigra. „Ekkert frekar, þetta var hörð samkeppni og margir góðir í ár,“ segir Ólöf, en alls voru 29 atriði í keppninni.

Ólöf er 15 ára gömul og segist hafa stundað söng nánast allt sitt líf.

„Ég hef í rauninni verið að syngja síðan áður en ég byrjaði að tala. En annars er ég að syngja fyrir Sollu stirðu í Latabæ, og svo var ég í Skilaboðaskjóðunni, Sönglist og fleiru,“ segir Ólöf sem er að læra klassískan söng í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Aðspurð segist hún stefna langt í söngnum. „Mig langar til að verða svona leik- og söngkona, eins og Selma Björnsdóttir, vera í söngleikjum og svona,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir