Chris Brown ákærður

Söngkonan Rihanna þann 7. febrúar og mynd sem sögð er …
Söngkonan Rihanna þann 7. febrúar og mynd sem sögð er tekin af henni næsta dag eftir að kærasti hennar Chris Brown réðst á hana. AP

Faðir bandarísku söngkonunnar Rihanna hefur lýst því yfir að hann telji tónlistarmanninn Chris Brown of óþroskaðan fyrir dóttur sína en Brown var í gær ákærður fyrir að ráðast á hana og hafa í hótunum við hana þann 8. febrúar. 

„Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við. Chris er mjög hæfileikaríkur náungi en ég held þó að hann sé svolítið óþroskaður fyrir Rihanna. Það er aldrei hægt að ná fram réttlæti í slíkum málum. Hann getur ekki upplifað sársaukann sem hún upplifði,” segðir faðirinn Ronald Fenty eftir að tilkynnt var í gær að Brown yrði ákærður.  

„Mér finnst ekki rétt að berja konur. Ég vona að hlutirnir snúist þeim í hag. Ég er hvorki glaður né leiður. Hann er nú á valdi réttarins. Látum réttlætið ná fram að ganga.” 

Fenty hefur áður lýst því yfir að hann i dóttur sína í hverri þeirri ákvörðun sem hún taki varðandi samband hennar og Brown. Hann segir hana hins vegar hafa útilokað fjölskyldu sína frá því atvikið varð og að hvorki hann né móðir hennar nái sambandi við hana. 

Brown getur átt allt að fjögurra ára og átta mánaða fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.

Óstaðfestar fréttir herma að Brown og Rihanna hafi gengið í hjónaband á heimili P. Diddy í Miami um síðustu helgi. Það hefur ekki verið staðfest en er Brown kom fyrir dómara í gær bað lögmaður Rihanna um að honum yrði ekki gert að halda sig í fjarlægð frá henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar