Paris í það heilaga?

Paris Hilton.
Paris Hilton. Reuters

Fregnir herma að Doug Reinhardt, kærasti hótelerfingjans Paris Hilton, sé nú að íhuga að biðja hennar. Parið hefur ekki átt í löngu ástarsambandi, eða síðan í febrúar, en það virðist ekki stöðva Reinhardt sem hefur nú þegar rætt við föður Paris, Rick, og beðið um hönd dóttur hans.

„Doug er yfir sig ástfanginn af Paris og vill vera með henni til æviloka. Hann er nú þegar búinn að finna hinn fullkomna hring, tala við pabba hennar og er bara að bíða eftir rétta augnablikinu til að biðja hennar,“ segir heimildarmaður um málið.

Reinhardt þessi er hvað þekktastur vestanhafs fyrir að hafa komið fram í raunveruleikaþættinum The Hills.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar