Fylltu út eyðublað til að komast á bar

Mun auðveldara verður að fá afgreitt áfengi í Utah frá …
Mun auðveldara verður að fá afgreitt áfengi í Utah frá og með 1. júlí nk. Reuters

Frá og með 1. júlí nk. munu ný og mildari lög um áfengisdrykkju í Utah-ríki Bandaríkjanna taka gildi, íbúunum til mikillar ánægju. Vilji einhver íbúanna fá sér sterkan drykk á bar þarf hann ekki lengur að fylla út eyðublað og borga sérstakt gjald til þess.

Vonast er til þess að ná fleiri ferðamönnum til Utah með þessu móti en fjöldi mormóna býr í ríkinu. Þegar nýju lögin taka gildi geta veitingastaðir tekið niður skilrúm milli barþjóna og gesta svo barþjónarnir geti afgreitt drykki beint yfir barborðið.

Ríkisstjóri Utah, Jon Huntsman, skrifaði undir lagabreytinguna á fínum bar í miðborg Salt Lake City.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir