Breski tónlistarmaðurinn Liam Gallagher segir að hann muni slíta hljómsveitinni Oasis ef Noel, bróðir hans, gerir sólópötu. Noel lýsti því nýverið yfir að hann langaði til að gefa út sitt eigið efni en Liam segir að fyrr muni Oasis hætta.
„Ég gæti gert það en ég vil ekki gera það. Ég er í Oasis, ef þú skilur hvað ég á við. En ef allir fara að gera sólóplötur er alveg eins hægt að slíta helvítis hljómsveitinni,“ sagði Liam í viðtali um málið.
Greinilegt er að þeir bræður eru ekki bestu vinir um þessar mundir en Noel sagði nýlega að líklega væru fimm ár í næstu plötu með Oasis og gaf þá ástæðu að Liam væri svo latur. Liam svaraði fullum hálsi og sagði að það versta við að vera í Oasis væri að vera í hljómsveit með „helvítis bróður sínum“.