Radiohead í hljóðverinu

Radiohead.
Radiohead. Reuters

Þeir eru greinilega lítið fyrir að dóla sér, liðsmenn Radiohead, því öllum að óvörum er sveitin nú í hljóðveri að vinna að nýrri breiðskífu. Það ætti svo líka að gleðja hörðustu aðdáendur sveitarinnar að upptökustjórinn Nigel Godrich, sem gerði OK Computer með sveitinni, er þar með þeim að vinna að nýju efni.

Gítarleikarinn Jonny Greenwood greindi frá þessu í viðtali við BBC.

„Við erum á þeim stað að við erum nýbúnir að opna Legó-kassann og erum að sjá hvað við höfum til þess að leika okkur með,“ sagði hann en liðsmenn hafa nú þegar verið nokkrar vikur í hljóðverinu. „Þetta er búið að vera hávaðasamt, kaótískt og svakalega gaman.“

Hann gaf þó engar vísbendingar um hvenær platan væri væntanleg eða hvernig hún yrði seld. Eins og margir muna gaf sveitin aðdáendum sínum færi á að velja hversu mikið þeir myndu greiða fyrir síðustu plötu, In Rainbows, sem var upphaflega einungis seld í gegnum heimasíðu sveitarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka