Með glæsilegasta árangurinn

Elín Ásta Ólafsdóttir lauk stúdensprófi með glæsilegum árangri.
Elín Ásta Ólafsdóttir lauk stúdensprófi með glæsilegum árangri. Jakob Fannar Sigurðsson

Hin tvítuga Elín Ásta Ólafsdóttir útskrifaðist á laugardag með glæsilegasta námsárangur sem sést hefur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún setti bæði einkunnamet og einingamet – 9,93 í meðaleinkunn og einingafjölda 225, en dagskólastúdentar þurfa 140 einingar til að klára nám af bóknámsbraut.

 „Ég tók 180 einingar í bóklega hlutanum og síðan fékk ég 45 fyrir tónlistarnám,“ segir Elín en þrátt fyrir þessa aukaáfanga lengdist námstíminn ekki. „Síðasta önnin var eiginlega auka. Ég kláraði alla kjarnaáfanga um jólin og hefði getað útskrifast en ákvað að vera til vors. Ég tók skemmtilega valáfanga, því ég vissi ekki hvað tæki við,“ segir hún.

Elín spilar á fiðlu og píanó og nemur við Tónlistarskóla Kópavogs. Hún byrjaði tónlistarnámið í Fossvogsskóla í upphafi skólagöngunnar en bætti píanónáminu við um níu ára aldur og fiðlunni ári seinna. „Núna er ég á síðari hluta framhaldsnáms á bæði hljóðfærin.“

Elín gerir þessa dagana upp við sig hvort hún hefur háskólanám í haust, og þá í raungreinum, eða gefur tónlistinni einni eitt ár: „Enn er allt opið og ég hugsa málið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir