Merkissveitin Jethro Tull mun halda tónleika í Háskólabíói 11. september næstkomandi. Þetta eru einu tónleikarnir af þessari stærðargráðu sem tilkynnt hefur verið um í ár.
Að sögn tónleikahaldara eru tónleikarnir að undirlagi leiðtoga sveitarinnar, Ians Anderson, en Íslandsáhugi hans hefur víst ágerst með árunum. Hann kemur því hingað á eigin kostnað og miðaverði er stillt í hóf. Mögulegur ágóði rennur til fórnarlamba hérlendrar efnahagskreppu, en Anderson varð víst sleginn er hann upplifði hörmungarnar sem steyptust yfir þjóðina síðasta haust.