Spáði fyrir um lát Jacksons

Michael Jackson
Michael Jackson

Ian Halperin, sem gefið hefur út ósamþykkta ævisögu Michael Jackson segir hann hafa verið samkynhneigðan og hrifist af sér yngri mönnum. Hann segir hann þó aldrei hafa haft kynferðislegan áhuga á börnum eða unglingum.  

Halperin segist í viðtali við blaðið Daily Mailhafa rætt við tvo menn sem átt hafi í ástarsambandi við Jacksono g að annar þeirra hafi sýnt honum sannanir fyrir nánu sambandi þeirra. Einnig segist hann hafa heimildir fyrir því að ungir menn hafi oft dvalið næturlangt á heimilum hans.  Þá hefur hann eftir ónefndum heimildarmanni að Jackson hafi oft farið út klæddur kvenmannsfötum til að þekkjast ekki. 

Í bóki Halperin ‘The Final Years Of Michael Jackson’ sem kom út í desember á síðasta ári staðhæfði hann að söngvarinn ætti í mesta lagi eftir sex mánuði ólifaða.

Sagði hann Jackson þjást af efnaskiptasjúkdómi sem m.a. hefði áhrif á lungnastarfsemi hans. Þá leiddi hann drög að því að hann þyrfti á lungnaígræðslu að halda en sagði óvíst hvort hann hefði þrek til að gangast undir slíka aðgerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson