Bankinn sem hvarf

Um 12 milljónir kr. voru lagðar inn í banka svikahrappanna.
Um 12 milljónir kr. voru lagðar inn í banka svikahrappanna. mbl.is/Golli

Útsmognir svikahrappar fóru nýverið illa með íbúa í Úganda, en þeir komu upp gervibanka við landamæri Úganda og Kenía og tóku við sparifé íbúa. Svo létu þeir sig hverfa.

Bankinn opnaði útibú í bænum Malaba og var opnunin auglýst í útvarpinu. Á tveimur mánuðum voru rúmar 12 milljónir kr. lagðar inn í bankann.

En þegar innistæðueigendurnir sneru aftur í bankann til að taka út féð voru bankastarfsmennirnir farnir og það eina sem var eftir var miði sem á stóð: „Því miður hefur bankinn verið færður á nýjan stað.“

Þá höfðu svikahrapparnir greitt fyrir mat, leigu og auglýsingar með innistæðulausum ávísunum.

Leigusalinn hússins, þar sem bankinn starfaði, trúði því að „bankastarfsmennirnir“ hefðu verið heiðarlegir einstaklingar.

„Við undirrituðum samkomulag, og þeir létu mig auk þess fá ávísun fyrir leigunni út árið,“ sagði Richard Ojore við BBC í Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach