Á hæsta topp Hrútfjallstinda

Skátahópurinn á hæsta toppi Hrútfjallstinda
Skátahópurinn á hæsta toppi Hrútfjallstinda Mynd Skátar/EBG

Hóp­ur 47 skáta frá Þýskalandi, Sviss, Slóven­íu, Rúm­en­íu og Íslandi sem tek­ur þátt í Roverway skáta­mót­inu gekk á Hrút­fjallstinda á Öræfa­jökli.
 
Lagt var af stað úr tjald­búð í Skafta­felli klukk­an fimm um morg­un­inn og gengið með Skafta­fells­jökli upp Hafra­fell. Í 540m hæð var áð og vatns­brús­ar göngugarpa fyllt­ir, um klukk­an átta kom hóp­ur­inn upp á eggj­ar Hafra­fells­ins með stór­kost­legu út­sýni yfir Öræfa­jök­ul, gengið var niður Sveltisk­arð, norður fyr­ir Vest­urtind með út­sýni yfir Vatna­jök­uls­breiðuna.

Var­lega var farið yfir sprungna slétt­una á milli fjög­urra tinda Hrút­fjallstinda en eft­ir átta klukku­stunda göngu var komið upp á Miðtind, hæsta topp Hrút­fjallstinda í tæp­lega 1.900m hæð. Sól og bjartviðri var mest alla ferðina og áttu er­lendu skát­arn­ir ekki orð yfir feg­urðina og út­sýnið á toppn­um.
 
Komið var til baka í tjald­búðina í Skafta­felli und­ir kvöld­mat, þar hitti hóp­ur­inn um 250 þátt­tak­end­ur úr  fimm öðrum leiðöngr­um Roverway skáta­móts­ins og því kjörið til­efni til að tendra bál og taka lagið við varðeld­inn um kvöldið.

Skát­arn­ir sem eru á aldr­in­um 16-22 ára létu ekki þar við sitja held­ur enduðu kvöldið með dúndr­andi diskó­teki í kvöld­blíðunni. 
  
Í gær unnu skát­arn­ir að stíga­gerð í Skafta­felli og upp að Svarta­felli fyr­ir þjóðgarðinn okk­ar og í dag held­ur hóp­ur­inn að Úlfljóts­vatni þar sem hann hitt­ir yfir 3.000 skáta­systkini sín úr hinum 52 leiðöngr­um Roverway-skáta­móts­ins og tek­ur þátt í fjöl­breyttri dag­skrá fram á þriðju­dag í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka