Samkomulag um börn Jacksons

Samkomulag hefur náðst á milli Katherine Jackson, móður söngvarans Michael Jackson, og fyrrum eiginkonu hans Debbie Rowe um að Katherine fái forræði yfir tveimur börnum Michael og Debbie. 

L. Londell McMillan, lögfræðingur Katherine greindi frá þessu í sjónvarpsþættinum ‘Early Show’ í morgun.

„Það hefur náðst samkomulag, samningur sem tekur mið af hagsmunum barnanna. Þetta er ekki samningur um peninga. Þetta snýst ekki um peninga. Það er ekkert betra fyrir börnin en að vera alin upp og í kærleiksríkri umsjá Katherine Jackson” sagði hann.  

McMillan sagðist ekki vita til þess að nokkur skilyrði væru um það í samkomulaginu að Joe Jackson, faðir Michael, mætti ekki umgangast börnin. „Ég held alls ekki að því sé þannig háttað. Ég held að Joe Jackson sé eiginmaður frú Jackson en að hann búi ekki í Los Angeles,” sagði hann. 

Samkvæmt heimildum dagblaðsins The Los Angeles Times felur samkomulagið í sér að Katherine fái fullt forræði yfir börnunum en að  Debbie fái umgengnisrétt við þau. Hún mun lítið sem ekkert hafa umgengist börnin á undanförnum árum og samkvæmt heimildum blaðsins verður sálfræðingur fenginn til að hafa yfirumsjón með samskiptum hennar við börnin.

Börn Michael Jackson, Prince, Paris og Blanket.
Börn Michael Jackson, Prince, Paris og Blanket. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Loka