Skuldum vafinn læknir

Læknir tónlistarmannsins Michaels Jackson, Conrad Murrey, er skuldum vafinn samkvæmt dómsskjölum sem birt voru í Nevada í kvöld. Skuldar Murrey yfir 770 þúsund dali, 98,9 milljónir króna og stendur frammi fyrir því að lúxusheimili hans í Las Vegas verði selt á uppboði.

Leitað var á heimili Murrey og skrifstofu á þriðjudag en grunur er um að hann hafi átt þátt í láti tónlistarmannsins. Hann hóf störf fyrir Jackson í maí en lánadrottnar hafa reynt að endurheimta 363 þúsund dali hjá honum vegna skrifstofubúnaðar sem hann keypti á sínum tíma. Jafnframt er hann í vanskilum með námslán og hefur ekki greitt afborganir af íbúðaláni af húsi sínu í Las Vegas. 

En það eru ekki einu fjárhagserfiðleikarnir sem steðja að lækninum því honum var gert samkvæmt dómsúrskurði í desember að greiða tæplega 3.700 dali sem hann skuldaði í meðlag í San Diego. Þykja miklar skuldir læknisins skýra hvers vegna hann hætti störfum á eigin læknastofu til þess að þiggja starf fyrir Jackson í maí. Fékk hann 150 þúsund dali í laun á mánuði frá tónlistarmanninum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Loka