Tekjur af ýmissi starfsemi tengdri Michael Jackson hafa numið um 12,5 milljörðum íslenskra króna frá því poppgoðið lést hinn 25. júní síðastliðinn.
Að sögn talsmanna hans er stærstur hluti teknanna tilkominn vegna samninga um gerð kvikmyndar og sölu á varningi. Þeir búast við því að upphæðin muni tvöfaldast fyrir árslok, og að ekki muni líða á löngu þangað til Jackson slái þá Kurt Cobain og Elvis Presley út sem sá látni listamaður sem mestar tekjur hafa fengist af frá upphafi.