Murray talaði í 47 mínútur í síma

Fram kemur í gögnum, sem sögð eru komin frá lögreglu, að Dr. Conrad Murray, læknir poppstjörnunnar Michael Jackson, hafi hringt þrjú símtöl áður en hann bað öryggisvörð um að hringja í neyðarlínu eftir að Jackson hætti að anda þann 25 júní.

Er Murray sagður hafa talað í símann í 47 mínútur áður en hann bað öryggisvörðinn um að kalla á hjálp. 

Staðhæft er að hann hafi hringt í Arnold Klein, húðsjúkdómalækni Jacksons, og lögfræðing auk þriðja aðila.

Murray staðhæfir sjálfur að hann hafi varið þessum tíma í að reyna að endurlífga Jackson. Dr. Steven Hoeffli, sem kveðst hafa innanbúðarupplýsingar um lögreglurannsóknina á láti Jacksons, segir í viðtali við breska blaðið The Sunað Murray hafi hringt í Klein þar sem það hafi verið hann sem kenndi honum að nota deyfilyfið Propofol. 

„Það voru tvö innanríkissímtöl og eitt út úr ríkinu. Hann hringdi í lögfræðing. Hann varð að gera það því Michael var látinn. Hann reyndi að fela það með því að segja öllum að Michael hefði haft veikan púls en Michael var í raun látinn," segir Hoeffli.

„Murray hefur treyst á Klein við að nálgast Propofol og varðandi leiðbeiningar um notkun þess."  

Lögreglurannsókn fer nú fram á þætti Klein í láti Jacksons en hann er grunaður um að hafa útvegað honum Propofol sem talið er hafa valdið dauða hans.

Murray hefur viðurkennt að hafa gefið honum lyfið auk þriggja verkalyfja kvöldið sem hann lést. Hann mun hins vegar ekki hafa gert bráðaliðum, sem komu á staðinn, grein fyrir því að hann hefði gefið honum lyfin.

Michael Jackson lést af of stórum skammti Propofol og hefur andlát hans nú verið úrskurðað manndráp. 

Ekki hefur verið veittur aðgangur að krufningarskýrslum þar sem málið er enn í rannsókn. Niðurstöður krufningarinnar hafa ekki verið birtar en þetta kom fram er úrskurður um heimild til húsleitar á læknastofu Murrays í Houston í Texas var birtur á mánudag.
Dr. Conrad Murray
Dr. Conrad Murray Reuters
Michael Jackson á sviði árið 1993 .
Michael Jackson á sviði árið 1993 . Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir