Lát Jacksons úrskurðað sem manndráp

Reuters

Búið er að úrskurða lát Michael Jacksons sem manndráp af völdum of stórs skammts af deyfilyfjum.

Söngvarinn lést í júní á heimili sínu af völdum hjartaáfalls. Hann var fimmtugur að aldri.

Í líkama Jacksons var lífshættulegt magn af kröftugu deyfilyfi, propofol, þegar hann lést. Þetta kemur fram í skýrslu réttarlæknis.

Lögreglan hefur yfirheyrt fyrrum lækni Jacksons, Conrad Murray, en ekki er búið að skilgreina hann sem sakborning. Hann neitar öllum ásökunum.

„Búið er að ákvarða dauðaorsökina sem mikil deyfiáhrif af völdum propofol,“ segir í skýrslunni. Lyfin Midazolam, Diazepam, Lidocaine, Lorazepam og Ephedrine fundust einnig í líkama hans.

„Dauði hans hefur verið úrskurðaður sem: Manndráp“ segir að auki.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir