Lykilvitni enn ekki yfirheyrð

Vaxstytta af Michael Jackson á safni Madame Tussauds í Hollywood
Vaxstytta af Michael Jackson á safni Madame Tussauds í Hollywood Reuters

Greint hefur verið frá því að einungis þrír rannsóknarlögreglumenn vinni að rannsókn á láti poppstjörnunnar Michael Jackson í júní á þessu ári. Öll  lykilvitni í málinu hafa ekki enn verið yfirheyrð.  

Carl Douglas, lögfræðingur Michael Amir starfsmannastjóra hans og Alberto Alvarez yfirmanns öryggismála hans, segir að tvisvar hafi staðið til að þeir hittu rannsóknarlögreglumennina en að í bæði skiptin hafi því verið aflýst.

 „Fyrri fundinum var aflýst en í seinna skiptir þurfti ég að hringja til þeirra í leit að upplýsingum um það hvers vegna þeir mættu ekki,” segir hann. 

Það var Alvarez sem hringdi á neyðarlínu að beiðni einkalæknis Jacksons er hann lést en efasemdir hafa verið settar fram um framburð læknisins sem kom að Jackson.

Læknirinn Conrad Murray hefur viðurkennt að hafa gefið söngvaranum deyfilyfið Propofol áður en hann lést en hann er auk þess sagður hafa tekið þrjú önnur lyfseðilsskyld lyf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Loka