Sæði Jacksons til Bretlands

Michael Jackson, sem lést í júní, með móður sinni Katherine …
Michael Jackson, sem lést í júní, með móður sinni Katherine fyrir nokkrum árum. Reuters

Staðhæft er í fjölmiðlum í Bretlandi að fjölskylda poppstjörnunnar Michael Jackson hafi ákveðið að flytja fryst sæði hans til Bretlands til að verja það gegn tilraunum óprúttinna aðila til að skapa nýja erfingja að auðæfum hans. Jackson, sem lést í júní, er sagður hafa látið frysta sæðið á einkastofu í Los Angeles á síðasta ári. 

„Það hljómar fáránlega en þegar Michael á í hlut er allt mögulegt. Í ljósi þess hve mikið er í húfi þá ákvað fjölskyldan að taka enga áhættu. Hún má ekki við því, ofan á allt annað, að einhver noti sæðið til að geta barn og skapa þar með nýjan erfingja að auðæfum Michael,” segir ónefndur heimildarmaður  breska baðsins Daily Mirror

„Fjölskyldan veit að Michael veitti nokkrum einstaklingum heimild til að nálgast sæðið. Vandinn er hins vegar sá að þau vita ekki hverjir fengu slíka heimild og í ljósi þess hve margir læknar tengjast rannsókninni á dauða hans þá óttast þau að eitthvað hræðilegt geti gerst." 

Mun fjölskyldan hafa valið nýjan geymslustað fyrir hið frysta sæði út frá öryggissjónarmiðum. 

Michael lét eftir sig þrjú börn Prince Michael I 12 ára, Paris11 ára og Prince Michael II sjö ára og er hann sagður hafa leitað að móður til að eignast fjórða barn sitt með er hann lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Loka