Kvennafans á toppnum

Lily Allen
Lily Allen

Tónlistarkonan Lily Allen sagði í nýlegu viðtali að árið 2009 væri búið að vera ár kvenna í tónlist. Og nefndi þar nokkrar stöllur sínar á nafn með sérstakri áherslu á La Roux sem hún sagðist elska enda væru þær góðar vinkonur. Árið hefur líka verið gott hjá Allen sem hefur átt stóra smelli, setið fyrir í auglýsingum og sendir frá sér skartgripalínu nú í september.

Ekki er hægt að andmæla þeirri skoðun Allen að konur hafi verið áberandi í tónlistinni það sem af er árinu. Rihanna, Lady GaGa og Katy Perry hafa mikið verið í sviðsljósinu, ekki aðeins fyrir tónlistina, heldur líka fyrir einkalíf og útlit. Lady GaGa er eins og á leiðinni á grímuball í hvert sinn sem hún stígur út fyrir hússins dyr en heldur þó í kvenleikann á kynþokkafullan hátt. Rihanna rakaði á sér hárið og nú gera þær allar eins. Tónlistarkonurnar eru afgerandi í klæðaburði og framkomu og skapa tískustraumana í dag jafnvel frekar en leikkonur eða fyrirsætur.

Auk ofangreindra hafa þær margar komið sterkar inn á undanförnum mánuðum og verður gaman að fylgjast með eftirtöldum nöfnum það sem eftir lifir ársins 2009 og áfram; Florence and the Machine, Bat For Lashes, LA Roux, Beth Ditto, VV Brown, Pixie Lott og Little Boots en álitsgjafar BBC völdu hana í lok árs 2008 þann tónlistarmann sem líklegastur væri til að slá í gegn árið 2009. Fyrir utan Beth Ditto eru þær allar breskar og allar eru þær óhemju svalar. Svo má ekki gleyma þeim sem slógu í gegn í fyrra, eins og Duffy sem kom, sá og sigraði á BRIT-tónlistarverðlaunaafhendingunni í ár en hún var á toppi lista BBC fyrir árið 2008 ásamt tónlistarkonunni Adele, báðar hafa átt farsæld að fagna. Amy Winehouse er nafn sem enn eru bundnar miklar vonir við að sendi frá sér fleiri slagara, síðan hún kom inn með trompi fyrir nokkrum árum hefur hún aðeins spilað vitlaust út. Hún mun þó hafa unnið eitthvað að nýrri tónlist á þessu ári.

Þessar ofantöldu tónlistarkonur eru flestar í poppi og raftónlist, strákarnir rotta sig saman í rokkinu eða eru einfarar í rappinu. Þær eiga það flestar sameiginlegt að vera hæfileikaríkar á mörgum sviðum, þær semja sína tónlist, syngja, spila á gítar og píanó á plötum sínum. Þetta eru engar prinsessur heldur hæfileikaríkar konur sem hafa komist áfram á eigin verðleikum.

Það er ekki hægt að segja að þessi farsæld kvenna í dægurtónlistinni erlendis hafi færst upp á íslenskan veruleika þetta árið. Vissulega eru skærar stúlkustjörnur hér og má sem dæmi nefna hina hæfileikaríku Sigríði Thorlacius í Hjaltalín, Lilju í Bloodgroup og Lóu í FM Belfast og eldri nöfn sem allir þekkja eins og Emilíönu Torrini, Hafdísi Huld og Amiinu-stelpur. Margar eru síðan áberandi í klassískri tónlist.

Konur í poppinu eru þó fáséðar, það hefur engin náð þeim stalli sem Birgitta Haukdal dvaldi á á sínum tíma þegar hún var í framlínu Írafárs. Jóhanna Guðrún varð stórt nafn eftir Evróvisjónkeppnina en óvíst er með vinsældir hennar þegar frá líður. Þessari bylgju frambærilegra kventónlistarmanna virðist ekki hafa skolað upp á Íslandsstrendur enn sem komið er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir